| Herdís er fædd á Húsavík 18. júlí 1934. Hún lauk stúdentsprófi frá MA og kennaraprófi frá Kennaraskóla Íslands 1953. Síðan þá hefur hún kennt fimm til átta ára börnum við Skóla Ísaks Jónssonar, en 1998 hætti hún kennslu til þess að hafa tíma til að sinna því að breiða út kennsluaðferð sína, Landnámsaðferðina. | 
 | Bækur | 
| Um hvað fjallar
    Landnámsaðferðin? | Hvatinn: | Hlutverk
    kennara og barna? | 
| Hvers
    vegna svo fullorðinslegt efni? | Geta
    öll börn lært eftir þessari aðferð? | Hve
    lengi ? | 
| Markmið: | Sáning
    og uppskera? | Samsetning
    þjóðarinnar: | 
| Ég hóf að kenna eftir Landnámsaðferð minni árið 1976. Tólf lönd og þjóðir hafa litið dagsins ljós síðan. Hjá mér varð þetta tveggja ára nám, í sjö og átta ára bekkjum. Ástæðan fyrir því að ég vann ekki lengur með hverjum bekk er sú að Skóli Ísaks Jónssonar sem ég hef starfað við frá árinu 1953 er eingöngu ætlaður 5 - 8 ára börnum. Aðferðin hentar einnig vel eldri börnum og dæmi eru um t.d. frá Danmörku að 14 ára nemendur hafi enn verið að vinna eftir þessari aðferð með góðum árangri. Aðferðin samþættir öll námsfög og þróar samfélagsvitund nemenda. Þessi aðferð gefur afar marga og skemmtilega möguleika til að nálgast og vinna með námsefnið Lífsleikni hvort sem aðferðin er notuð í heild sinni eða að hluta. | Til þess að fæla ekki yngstu börnin
    frá því að tjá sig skriflega leiðrétti ég hvorki setningaskipan né
    stafsetningarvillur í texta þeirra og ljóðum. Stafsetningu kenni ég í öðru og
    hefðbundnara samhengi.  | Hve
    oft ? | 
| Hugmyndin er að skrá allar þær þjóðir sem eru í gangi. Ef 5. bekkur á Hvammstanga notar landnámsaðferðina í námi og langar að komast í samband við landnema "í öðru landi" (hérlendis eða erlendis) þá er listi yfir hópa sem hægt er að skrifast á við, hafa tölvusamskipti, leika inn og útflutning, deila menningarviðburðum, halda landsmót o. s.frv.Þeir skólar sem nota landnámsaðferðina eru beðnir að að senda okkur tölvupóst landnam@centrum.is til að hægt sé að setja þjóðir þeirra á skrá. | Litið fram á
    veginn: | Fyrir utan að breiða út aðferðina þá á vefurinn að þjóna þeim tilgangi að auðvelda kennurum að starfa eftir henni og vera upplýsinga og samskiptamiðstöð þeirra. Möguleikar til útvíkkunar á aðferðinni eru u.þ.b. óendanlegir og ef kennarar miðla þeim hugmyndum sem þeir fá með því að senda tölvupóst landnam@centrum.is eða skrifa í gestabókina þá stækkar og víkkar hugmyndabankinn jafnt og þétt. | 
| Auðvelt á að vera að laga aðferðina að öllum aldursflokkum, þar er enginn eðlismunur aðeins áherslurnar aðrar. | 
Hugsanleg verkefnaröð
| Sólkerfið Jörðin Evrópa Norðurlönd Ísland Landkönnuðir Eldgos Landslag Gróðurfar | Jarðhiti Veðurfar Undirbúningur landnáms Sjóferðin Landtakan Húsaskjól Landbúnaður Sjósókn Iðnaður | Verslun Atvinna Skóli Trú Skemmtun Vegagerð Heilsugæsla Innflutningur Útflutningur | Stjórnmál Kosningar Dómsmál Orka Skattar Lántökur 
 |