
Hlutar bátsins eru: 2 hliðar, 2 möstur, stýrishús, sjómenn,
fiskar, björgunarhringur, akkeri og net.
|

Fyrst er önnur bátshliðin teiknuð
lituð og klippt út, henni hvolft á jafnstórt karton og endurtekið.
Viðmiðunarstærð bátshliðar er 25 cm, með sjó 28 cm. Hæð með sjó er 12 cm.
|

Miðhluti bátsins með stýrishúsinu á þarf að vera styttri en
bátshliðin, húsið er litað báðum megin. Lengd 22 cm og hæð upp á stromp ca. 12
cm.
|

Þessa sjómenn er nóg að teikna niður fyrir stakkinn, þar sem
þeim verður komið fyrir innan við borðstokkinn. Klippt er upp að handveg stakksins
til að hægt sé að bregða handleggjunum út fyrir borðstokkinn.
|

Sjómaðurinn sem fer í björgunarhringinn er teiknaður heill.
Klippt er upp í handveginn til að hann tolli í hringnum.
Hæð sjómanns ca. 6 cm. Breidd björgunarhrings 4 cm.
|

Hér sést sjómaðurinn í björgunarhringnum. Spotti er bundinn í
hringinn að aftan og síðar tengdur við bátinn.
|

Gaman er að gera marga fiska og litskrúðuga. Gert er gat efst á
akkerið fyrir spottann.
Ath! Allir lausu hlutarnir eru litaðir báðum megin.
|

Þegar endar bátsins eru heftir saman er miðhlutinn með
stýrishúsinu heftur með þannig að stýrishúsið sjáist vel upp úr bátnum. Hæð
mastra ca. 18 cm.
|

Af því að miðhlutinn er styttri en hliðarnar, svigna þær út
og báturinn getur staðið. Möstrin eru heft á miðhlutann.
|
Grófi spottinn er heftur frá
skut, upp í topp á mastri, yfir í hitt mastrið og þaðan niður í stefnið, þar er
einnig festur spottinn með björgunarhringnum. Út frá skutnum er akkerið látið lafa
í spotta |

|
Netið er heft innan á aðra
hliðina og fiskarnir þræddir í möskvana. Sjómönnunum er raðað á borðstokkinn
við netið og þeir límdir eða heftir þar. Skemmtilegt er að skreyta bátinn með
fánum sem límdir eru á möstrin og stagið. |