
Hlutar kindarinnar eru: skrokkur (flaska), haus, lappir
(íspinnaspýtur), ull (gæra eða garn), lengja af gróðri ef vill.
|

Hausinn er teiknaður á karton og klipptur út. Andlitið er beygt aftur til hliðanna en
horn og eyru brotin fram á við. Stærð höfuðs ca. 9,5 x 7 cm með hornum.
|

Íspinnaspýturnar fjórar eru litaðar svartar (klaufir), báðum
megin.
|

Ef flaskan er of löng má stytta hana aftan frá.
|

Íspinnaspýturnar eru límdar með málaralímbandi á rétta
staði. Gæta þarf þess vel að þær stefni rétt, annars verður kindin völt á
fótunum.
|

Teppalímbandslengja er lögð eftir bakinu frá tappa og aftur og
niður fyrir rassinn.
|

Ullin er bútuð niður í hæfilega lengd til endar nái næstum
niður beggja vegna. Síðar má styttra ef vill.
|

Gott er að byrja á að klæða rassinn.
Viðmiðunarlengd ullar 23 cm.
|

Ullarlengjurnar eru lagðar yfir límið á bakinu og þrýst létt.
|

Haldið er áfram að þekja skrokkinn fram á háls.
|

VMálaralímbandi er vafið upp, þrýst framan á tappann og
hausnum tyllt þar á.
|

Ef kindin stendur vel þarf ekki að festa á hana grasrenninginn.
|

Græni renningurinn er klipptur í toppa. Lengd rennings ca. 36 cm.
Breidd ca. 5 cm.
|

Hægt er að skreyta hann með blómum, annað hvort teiknuðum eða
úr silkipappír.
|

RRenningurinn er heftur í hring og síðan límdur á allar
lappirnar.
|