Land-dyral

Dýralíf

Úr umræðum:
Hver vildi eiginlega hafa rottu með sér til Íslands? spurðu börnin hneyksluð.
Eftir nokkrar vangaveltur komust þau að því að hún hefði gerst laumufarþegi á skipi.

Viðfangsefni
Hér fræðast börnin um dýralíf í lofti, í sjó og á landi samkvæmt lífsskilyrðum á þessum hluta jarðar. Þau kynnast einkennum dýranna, nöfnum á kynjum, afkvæmum og líkamshlutum, á hverju þau lifa og hvað þau gefa af sér.
Hér sem oftar þegar viðfangsefnið er margslungið er ástæða til að gefa því góðan tíma.
Landdýr, fuglar og fiskar.

Umræðuefni
Hvaða dýr voru á eða við landið þegar það var numið ? Gátu einhver landdýr verið þar ? Hvers vegna ekki ? Hvernig komast þá landdýr til eyjar ? Hvaða dýr viljum við hafa ?

 

 

Orðakistill
Í orðalista um hvert dýr þarf að koma fram heiti beggja kynja og afkvæmis, nöfn einkennandi líkamshluta, fæðing, hljóð, gagn, afurð, o.fl.
Hestur (dæmi). Hestur, hryssa, folald, meri, fákur, jór, klár, hneggja, prjóna, ausa, kasta, tagl, ennistoppur, fax, snoppa, hófar, skeifur, kaplamjólk, hey, hafrar, tölt, brokk, skeið, stökk, hnakkur, beisli, reiðtygi, hjálmur, svipa

 

Í friði milli fjalla
með fjöri taka sprett
hornaprúður hjörtur
og hindin fótanett.
Lag: Efst á Arnarvatnshæðum, ljóð H.E.

 

Vinnubók
Teiknað frjálst um efnið
Sýnishorn

Hestur    Kind

Sólkerfið Jörðin Evrópa Norðurlönd Ísland Eldgosið Landslag Dýralíf Orka Landkönnuðir Örnefni Gróðurfar Veðurfar