thjver

Leiklist

Það er mjög hollt fyrir börn að koma fram fyrir annað fólk eða stíga á svið.
Þau geta ýmist samið leikritin sjálf eða farið eftir handriti annarra. Reynsla mín er sú að börnin geti og þoli að læra miklu viðameira efni en okkur getur grunað og víla ekki fyrir sér vinnuna sem fylgir því. Ég hef það fyrir reglu að láta allan bekkinn taka þátt, hafa eitthvert hlutverk og sinn búning þó ekki sé annað en að leika blóm eða tré. Hægt er að gera leikgerð eftir kvæðum og gera úr þeim söngleiki. Best er að gefa undirbúningi og æfingum góðan tíma, ef til vill 2-3 mánuði ef verkið er stórt, þá hafa börnin meira gagn af vinnunni. Gagnið er margþætt fyrir utan leiksviðsgerð sem fjallað er um annars staðar, læra börnin texta, hreyfingar, framsögn, og  umfram allt æfa þau sjálfsaga, samvinnu og tímaskyn.

 

Noname22.gif (53619 bytes)
Gegnum holt og hæðir-söngur

Ath! að taka inn hljóð tekur tíma

Vinnubækur Föndur Leiklist Frímerki Þjóðfáni Alfræði Esperantó Gjaldmiðill Heimaritgerðir 
Þjóðhátíðarmerki Skáldskapur Kortagerð Búreikningar Skattaskýrslur Þjóðbúningar Ræðumennska
Myndsköpun Vegabréf Leikmyndagerð Þjóðsögur