thjver

Skattaskýrslur

Kennarinn býr til einfalt form af skattaskýrslu sem börnin taka með sér heim 
og fylla út þar og skila síðan í skólann aftur.
Tekið skal  fram að ekki hafa verið lagðir á skattar eftir þessum framtölum, enda ekki hlaupið að því !
Komið hefur fyrir að barn hefur talið fram 11 gamalmenni á framfæri sínu í von um skattaafslátt!


Skattar

Það væri nú ágætt að þurfa ekki að borga þessa skatta. En það verður að gera það, annars sætum við bara öll á hundaþúfu rafmagnslaus með enga vegi, skóla og spítala. Það er ágætt að telja fram á skattaskýrslu. Það kemur í veg fyrir svik sérstaklega skattsvik. Svoleiðis óþokkaskap er ekki hægt að skilja. Það er ræfilslegt að láta aðra borga fyrir sig vegina og allt hitt. Þeir sem svíkja undan skatti ættu að labba sjálfir í þúfunum.

Bórnin fá að skoða íslenska skattaskýrslu þar sem helstu atriði er útskýrð. Mikil áhersla er lögð á vægi undirskriftar á skattaskýrslu sem öðrum skjölum. Síðan fá þau einfaldað form skattaskýrslu með sér heim og eiga að útfylla það með aðstoð fjölskyldunnar

 

Vinnubækur Föndur Leiklist Frímerki Þjóðfáni Alfræði Esperantó Gjaldmiðill Heimaritgerðir 
Þjóðhátíðarmerki Skáldskapur Kortagerð Búreikningar Skattaskýrslur Þjóðbúningar Ræðumennska
Myndsköpun Vegabréf Leikmyndagerð Þjóðsögur